Mánaðarskipt færslusafn fyrir: september 2015

Hvað viljum við syngja?

Ég vill koma af stað smá könnun um hvað við viljum æfa okkur á, ef einhver er með einhver ný lög getur verið skemmtilegt að prófa, eða einhver frá okkar eigin lagalista. Lisa byrjaði að syngja Fjöllin hafa vakað á leiðinni heim frá síðustu kóræfingu svo að allt er opið! ég byrja þetta og segi eitt af okkar eigin lista: Næturljóð úr Fjörðum, smá öxull að tækla en svo flott lag….. aðrar uppástungur?! endilega henda þeim út, til þess eru athugasemdir.

Flest ár bjóða upp á nýja reynslu!

Árið 2015 er engin eftirbátur annarra ára og á haustönninni fær kórinn að  spreyta sig á nýju  æfingaformi.  Aðra hvora æfingu verðum við nefnilega kórstjóralaus og munum notast við tækni 21. aldarinnar MIDI og okkar eigin skipulagshæfileika.

Nýjar konur bætast í hópinn í hverri viku.  Á mánudaginn kom ný sópran og  ný alt.  Og ekki má gleyma duglegu stelpunum sem voru með okkur í fyrra og halda ótrauðar  áfram  í ár.

Æfingin á mánudaginn var skemmtileg og vel skipulögð.  Guðný Ása hélt utan um konurnar og fór í gegnum raddir í  Århus Tappenstreg nr 98 og Pétur leiddi karlatríóið í gegnum sama lag .   Það var fámennt í karlaröddunum en ákaflega góðmennt!   Á næstu æfingu verðum við búin að endurheimta flesta karlana og auðvitað viljum við helst fá nýja líka.  Við sungum úr Stamsöngvasafninu,  nr 19 Maístjarnan ( í útsetningu Tuulu) og svo     nr 84 Kom du ljuva hjärtevän.   Í pásunni settist  Jóhanna Elísa við píanóið og  saman  sungu nýju stúlkurnar nr 361 Að Ferðalokum (ég er komin heim).   Kaffi ilmur og sönggleði fara vel saman.

Tuula er búin að setja  nr. 366 Gabriellas sång,  nr 367 Irish blessing og  nr. 368 Var stilla  min själ, á MIDI og bæði nótur og MIDI files eru komin inn á heimasíðuna.   Svo nú er að bara að fara að læra nótur.

Við bjóðum Helgu Maríu Ragnarsdóttur og Völu Jónsdóttur innilega velkomna í hópinn.   Á næstu æfingu er Lisa með okkur og við byrjum kl 18:30.

Väl mött!

 

 

 

 

 

Nu ligger kirkenoderna og sover sødt i rad og stak

Fyrsta æfing kórsins með  Lisu Fröberg var haldin í gær.   Æfingin var skemmtileg og lofar góðu um framhaldið.   Við æfðum inni í kirkju og þess vegna var vel við hæfi að taka fram gömlu dönsku nóturnar nr 98 Århus Tappenstreg.   Nu ligger kirkenoderna….  Það var líf og fjör þegar konurnar sungu kluk, kluk, kluk, kluk  og karlarnir trölluðu með.

Við æfðum einnig stólversið fyrir messuna á sunnudaginn og sungum í gegnum sálmana.  Það var ákeðið að næsta stólvers verði Gabriellas sång!   Lisa ætlar að redda nótum og vonandi getum við æft raddir á æfingunni á mánudaginn kemur.   Annars er bara að halda áfram með nr 353, 361 og auðvitað nr 98

Mæting á sunnudag kl 13:00

Sjáumst heil og sæl.

Körsångar-inbjudan inför 18/10 – FN-dags-festgudstjän​sten

Hér er tilboð um að vera með í stórkórnum sem syngur í samkirkjulegu
guðsþjónustunni 18 október nk í Þýsku kirkjunni.
Kannski einhverjir úr kórnum sem vilja vera með?

Hej!
Mitt namn är Friedemann Weber och jag har för några veckor sedan börjat leda
Christinenchor, Tyska kyrkans församlingskör. I denna funktion kommer jag
även leda körsången på FN-dags-gudstjänsten den 18/10 kl 11 i tyska
Christinae kyrka vilket jag är mycket glad för.
Hittills är det min kör och kören från St. Andrew’s engelska församling
(körledare: Gillian Thylander) som är med och sjunger tillsammans.

Men jag vill härmed på det varmaste bjuda in alla som har lust att vara med
oss och sjunga!
Sprid gärna ordet eller det här mejlet!

Repetitioner:

Fre, 11/9, 17-18.30, St. Andrew’s kyrka
Mån, 28/9, 18-19.30, Christinae kyrka, ingång från Köpmansgatans sida, OBS:
Vi brukar låsa dörren  fr o m  18.20 !
Mån, 5/10, 18-19.30, Christinae kyrka
Mån, 12/10, 18-19.30, Christinae kyrka

Fre, 16/10, 18-20, Christinae kyrka, Genrep Sön, 18/10, samling 9.30,
gudstjänst kl 11, Christinae kyrka

Bifogat finner ni noter på styckena ifall någon vill titta på dem innan
repetitionerna. Enkel och riktigt fin repertoar. (J. S. Bach – Jesus bleibet
meine Freude, S. Temple – Make me a channel of your peace, Kanon – Dona
nobis pacem, J. Berthier – Tacka Herren ty han är god).
På J. S. Bach – Jesus bleibet meine Freude sjunger vi den tyska texten. Det
kan hända att vi skippar antingen Dona nobis eller Tacka Herren.

Vid frågor är ni välkomna att ringa mig: 076-2121441.

Varmt välkomna!

Med vänliga hälsningar
Friedemann Weber

Það var gaman á fyrstu æfingu kórsins

Æfingin var með soldið öðru móti en vanalega og nokkurskonar frumraun á hvernig þetta kemur til með að vera á annarri hvorri æfingu í vetur þegar við verðum kórstjóralaus.

Við notuðum tækifærið til að kynna heimasíðuna og notkun hennar.  Ingvar kom með þennan flotta projector svo að allir sáu vel.  Hann kom líka með hátalara sem við getum fengið lánaða að eílífu.  Amen!   Við prófuðum að nota MIDI og fórum í gegnum raddir á nr 105 Slá þú hjartans hörpustrengi , en það verður stólversið okkar í messunni þann 20. september.   Við sungum líka nr 353 Hallelúja og nr 361 Að ferðalokum (Ég er kominn heim).   Verkefni vetrarins voru rædd lítillega og mögulegt breytt fyrirkomulag á hinum hefðbundna vorkonsert.

Það var ákveðið að Guðný Ása verði verkstjóri kvennaraddanna á MIDI æfingunum og Pétur tók að sér hlutverkið fyrir karlaraddirnar.   Við reynum að æfa í sitthvoru herberginu og svo syngja saman í lok æfingar.  Lisa kórstjóri setur okkur auðvitað fyrir og segir hvaða lög við eigum að æfa fyrir hverja æfingu.  Einnig var rætt um að sleppa kaffipásu á æfingum þegar Lísa er með.  Aðallega til að njóta kunnáttu hennar út í fyllstu æsar.

Sr. Ágúst mun koma með tillögur að sálmum fyrir messuna þann 20. sept.  Þá getum við sungið yfir þá á æfingunni með Lisu fimmtudaginn 17. september.  Sú æfing verður haldin inni í kirkju.

Svo að lokum viljum við bjóða hana Jóhönnu Skúladóttur innilega velkomna í hópinn.

Sjáumst hress.

 

Fyrsta æfing 7. sept.

Á fyrstu æfingunni þann 7. september

verður nýja heimasíðan okkar kynnt og einnig farið í gegnum hvernig best er að nýta heimasíðuna í kórstarfinu. – Senda skilaboð, skrifa út nótur, MIDI o.s.frv.

Við munum einnig lítillega ræða kórstarfið í haust og skipulag þess.

Takið með ykkur nótur:
nr 105 Slá þú hjartans hörpustrengi (stólvers í messu 20/9) og
nr 361 Að Ferðalokum.

Sjáumst kát og hress og sem flest!
Höfum í huga að enginn keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn.
Kær kveðja
Ingibjörg Þ