Það var gaman á fyrstu æfingu kórsins

Æfingin var með soldið öðru móti en vanalega og nokkurskonar frumraun á hvernig þetta kemur til með að vera á annarri hvorri æfingu í vetur þegar við verðum kórstjóralaus.

Við notuðum tækifærið til að kynna heimasíðuna og notkun hennar.  Ingvar kom með þennan flotta projector svo að allir sáu vel.  Hann kom líka með hátalara sem við getum fengið lánaða að eílífu.  Amen!   Við prófuðum að nota MIDI og fórum í gegnum raddir á nr 105 Slá þú hjartans hörpustrengi , en það verður stólversið okkar í messunni þann 20. september.   Við sungum líka nr 353 Hallelúja og nr 361 Að ferðalokum (Ég er kominn heim).   Verkefni vetrarins voru rædd lítillega og mögulegt breytt fyrirkomulag á hinum hefðbundna vorkonsert.

Það var ákveðið að Guðný Ása verði verkstjóri kvennaraddanna á MIDI æfingunum og Pétur tók að sér hlutverkið fyrir karlaraddirnar.   Við reynum að æfa í sitthvoru herberginu og svo syngja saman í lok æfingar.  Lisa kórstjóri setur okkur auðvitað fyrir og segir hvaða lög við eigum að æfa fyrir hverja æfingu.  Einnig var rætt um að sleppa kaffipásu á æfingum þegar Lísa er með.  Aðallega til að njóta kunnáttu hennar út í fyllstu æsar.

Sr. Ágúst mun koma með tillögur að sálmum fyrir messuna þann 20. sept.  Þá getum við sungið yfir þá á æfingunni með Lisu fimmtudaginn 17. september.  Sú æfing verður haldin inni í kirkju.

Svo að lokum viljum við bjóða hana Jóhönnu Skúladóttur innilega velkomna í hópinn.

Sjáumst hress.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *