Nu ligger kirkenoderna og sover sødt i rad og stak

Fyrsta æfing kórsins með  Lisu Fröberg var haldin í gær.   Æfingin var skemmtileg og lofar góðu um framhaldið.   Við æfðum inni í kirkju og þess vegna var vel við hæfi að taka fram gömlu dönsku nóturnar nr 98 Århus Tappenstreg.   Nu ligger kirkenoderna….  Það var líf og fjör þegar konurnar sungu kluk, kluk, kluk, kluk  og karlarnir trölluðu með.

Við æfðum einnig stólversið fyrir messuna á sunnudaginn og sungum í gegnum sálmana.  Það var ákeðið að næsta stólvers verði Gabriellas sång!   Lisa ætlar að redda nótum og vonandi getum við æft raddir á æfingunni á mánudaginn kemur.   Annars er bara að halda áfram með nr 353, 361 og auðvitað nr 98

Mæting á sunnudag kl 13:00

Sjáumst heil og sæl.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *