Flest ár bjóða upp á nýja reynslu!

Árið 2015 er engin eftirbátur annarra ára og á haustönninni fær kórinn að  spreyta sig á nýju  æfingaformi.  Aðra hvora æfingu verðum við nefnilega kórstjóralaus og munum notast við tækni 21. aldarinnar MIDI og okkar eigin skipulagshæfileika.

Nýjar konur bætast í hópinn í hverri viku.  Á mánudaginn kom ný sópran og  ný alt.  Og ekki má gleyma duglegu stelpunum sem voru með okkur í fyrra og halda ótrauðar  áfram  í ár.

Æfingin á mánudaginn var skemmtileg og vel skipulögð.  Guðný Ása hélt utan um konurnar og fór í gegnum raddir í  Århus Tappenstreg nr 98 og Pétur leiddi karlatríóið í gegnum sama lag .   Það var fámennt í karlaröddunum en ákaflega góðmennt!   Á næstu æfingu verðum við búin að endurheimta flesta karlana og auðvitað viljum við helst fá nýja líka.  Við sungum úr Stamsöngvasafninu,  nr 19 Maístjarnan ( í útsetningu Tuulu) og svo     nr 84 Kom du ljuva hjärtevän.   Í pásunni settist  Jóhanna Elísa við píanóið og  saman  sungu nýju stúlkurnar nr 361 Að Ferðalokum (ég er komin heim).   Kaffi ilmur og sönggleði fara vel saman.

Tuula er búin að setja  nr. 366 Gabriellas sång,  nr 367 Irish blessing og  nr. 368 Var stilla  min själ, á MIDI og bæði nótur og MIDI files eru komin inn á heimasíðuna.   Svo nú er að bara að fara að læra nótur.

Við bjóðum Helgu Maríu Ragnarsdóttur og Völu Jónsdóttur innilega velkomna í hópinn.   Á næstu æfingu er Lisa með okkur og við byrjum kl 18:30.

Väl mött!

 

 

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *