Mánaðarskipt færslusafn fyrir: október 2015

Julsång i City 15 desember kl 17:30 & messan þann 1. nóv. mæting kl 13:00

Nú er það ákveðið að kórinn syngur í Julsång i City í Dómkirkjunni í Gautaborg þriðjudaginn 15 desember kl 17:30.   Þar sem Lísa getur ekki verið með okkur þennan dag, hafa Kristinn og Tuula (gömlu kórstjórarnir okkar) boðist til að veita okkur hjálparhönd og stjórna okkur.   Við munum hafa eina æfingu með þeim í desember.   Dagsskráin er breytt og við syngjum Jólasöng eftir Huga Guðmundsson (371) í stað sálmsins Heyr himna smiður.   Lísa fór lítilega í gegnum lagið á æfingunni í kvöld og gekk bara vel.   Þetta er mjög fallegt jólalag og það verður gaman að syngja það í dómkirkjunni!

Vegna forfalla, fyrst og fremst í karlaröddum, frestum við að syngja Gabriellas sång í messunni á sunnudaginn kemur  1 nóvember.   Það þarf einnig að æfa lagið betur! Stólversið verður í staðinn Irish Blessing (367) sem við erum öruggari á.  Kórinn mætir kl. 13:00 og þá förum við í gegnum sálmana í messunni og stólversið.   Mikilvægt að mæta á réttum tíma!

Lisa vill að við leggjum mikla áherslu á Gabriellas sång og Jólasöng á æfingunni á mánudaginn kemur.

Áríðandi skilaboð til þeirra sem fengu stöðumælasekt við kirkjuna þann 5. október.

Til þess að fá þetta fellt niður þarf að fá annað hvort skráningarnúmer bílana sem um ræðir eða rukkunarseðilinn til kirkjunnar í síðasta lagi næsta mánudagskvöld 26/10.
(það er gott að leysa þetta fyrir gjalddaga seðlanna sem er innan 10 daga frá 19/10).
Látið Ingibjörgu Þ vita sem fyrst, hvaða skráningarnúmer bíllinn ykkar hefur.  Svo kemur hún upplýsingunum til kirkjunnar.   Einfaldast er að fá öll skráningarnúmerin sem voru við kikjuna þetta kvöld,  jafnvel þó svo að þið hafið ekki séð neinn sektarmiða (sumir eru kannski  á ferðalagi og ekki heima).

 

 

Skilaboð frá Lisu fyrir æfinguna 12 október

Við höldum áfram að æfa Gabriellas sång / Söngur Gabriellu- með nýjum íslenskum texta sem Kristinn Jóhannesson fyrrverandi kórstjóri hefur gert við lagið.  Við æfum einnig Irish blessing.  Heyr himna smiður( 30) og Hin fyrstu jól (118), sem við syngjum í Julsång i City, ef við fáum að vera með í ár, er einnig mikilvægt að syngja í gegnum.  Við tökum einnig tímann á Julsångs-lögunum.

Ef tími gefst förum við kannski lítillega í nýja jólalagið (371) Jólasöngur .  Tuula er að vinna í að setja þetta lag ásamt (370) Móðursorg á MIDI.

Kær kveðja Lisa.

 

 

Bílastæðin við kirkjuna.

Frá 1. september 2015 kostar að leggja á bílastæðum kirkjunnar eftir kl 20:00 á virkum dögum!   Þetta á þó ekki við gesti kirkjunnar eða safnaðarheimilisins.  Kórinn hefur fengið úthlutað 15 stk. heimsóknarkortum sem við deilum út til þeirra í kórnum sem alltaf koma á bílum.  Það sem eftir verður af kortum notum við sem gestakort.

Sr. Ágúst benti á að okkur er einnig leyfilegt að leggja í stæðin uppi við sjálfa kirkjuna. Þar er aldrei sektað.  September var nokkurs konar aðlögunarmánuður og við sem lentum í vandræðum s.l. mánudag 5. október  fáum enga sekt.

Heimsóknarkortunum verður úthlutað á mánudaginn.  Kortin eru númeruð og hver og einn er ábyrgur fyrir sínu korti.

Sjáumst kát og hress!