Bílastæðin við kirkjuna.

Frá 1. september 2015 kostar að leggja á bílastæðum kirkjunnar eftir kl 20:00 á virkum dögum!   Þetta á þó ekki við gesti kirkjunnar eða safnaðarheimilisins.  Kórinn hefur fengið úthlutað 15 stk. heimsóknarkortum sem við deilum út til þeirra í kórnum sem alltaf koma á bílum.  Það sem eftir verður af kortum notum við sem gestakort.

Sr. Ágúst benti á að okkur er einnig leyfilegt að leggja í stæðin uppi við sjálfa kirkjuna. Þar er aldrei sektað.  September var nokkurs konar aðlögunarmánuður og við sem lentum í vandræðum s.l. mánudag 5. október  fáum enga sekt.

Heimsóknarkortunum verður úthlutað á mánudaginn.  Kortin eru númeruð og hver og einn er ábyrgur fyrir sínu korti.

Sjáumst kát og hress!

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *