Bílastæðin við kirkjuna.

Frá 1. september 2015 kostar að leggja á bílastæðum kirkjunnar eftir kl 20:00 á virkum dögum!   Þetta á þó ekki við gesti kirkjunnar eða safnaðarheimilisins.  Kórinn hefur fengið úthlutað 15 stk. heimsóknarkortum sem við deilum út til þeirra í kórnum sem alltaf koma á bílum.  Það sem eftir verður af kortum notum við sem gestakort.

Sr. Ágúst benti á að okkur er einnig leyfilegt að leggja í stæðin uppi við sjálfa kirkjuna. Þar er aldrei sektað.  September var nokkurs konar aðlögunarmánuður og við sem lentum í vandræðum s.l. mánudag 5. október  fáum enga sekt.

Heimsóknarkortunum verður úthlutað á mánudaginn.  Kortin eru númeruð og hver og einn er ábyrgur fyrir sínu korti.

Sjáumst kát og hress!

 

5 thoughts on “Bílastæðin við kirkjuna.

 1. Þetta er nú ekki í samræmi við veruleikann. Fékk í dag rukkun frá HOJAB parkeringsservice upp á 400 sekíner vegna bíls á stæði við Frölunda Kyrkogata þann 5. október.

  1. Þetta eru leiðinleg tíðindi.!
   Ég athuga þetta, eru fleiri sem hafa fengið rukkun heim til sín?

  2. Kirkjan reynir að hjálpa okkur sem fengum rukkun.
   hér er svar Sr. Ágústs:

   Já, ég frétti af þessum rukkunum í gærkvöldi því Þrándur fékk einnig sektarmiða 400 kr og það var „áminning“.

   Þetta er hægt að fá fellt niður af 1 ástæðu:

   # Þeir voru búnir að samþykkja að sekta ekki milli 20 og 22 fyrstu vikurnar með nýjum reglum (byrjaði í september)

   (Auk þess er að sjálfsögðu lélegt að þeir setji enga miða og það komi áminning sem fyrsta rukkun).

   En til þess að fá þetta fellt niður þarf að fá annað hvort skráningarnúmer bílana sem um ræðir eða rukkunarseðilinn hingað í síðasta lagi á mánudagskvöld.
   (það er gott að leysa þetta fyrir gjalddaga seðlanna sem er innan 10 daga frá 19/10)

   Geturðu komið þessu til skila til kórmeðlima sem lentu í þessu, safnað saman skráningarnúmerum eða rukkunarseðlum.

   (Það er búið að fella niður greiðsluseðil Þrándar)

   Kær kveðja, Ágúst

  3. deorbjf6rn Posted on Se6ll. c9g held af0 feeir sem voru mf3tfallnir feessu hfasi, og eru enn, se9u fyrst og fremst feeir sem unnu ed hfasinu mef0an feaf0 var sle1turhfas og finna ennfee1 litnyka sem var fear.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *