Julsång i City 15 desember kl 17:30 & messan þann 1. nóv. mæting kl 13:00

Nú er það ákveðið að kórinn syngur í Julsång i City í Dómkirkjunni í Gautaborg þriðjudaginn 15 desember kl 17:30.   Þar sem Lísa getur ekki verið með okkur þennan dag, hafa Kristinn og Tuula (gömlu kórstjórarnir okkar) boðist til að veita okkur hjálparhönd og stjórna okkur.   Við munum hafa eina æfingu með þeim í desember.   Dagsskráin er breytt og við syngjum Jólasöng eftir Huga Guðmundsson (371) í stað sálmsins Heyr himna smiður.   Lísa fór lítilega í gegnum lagið á æfingunni í kvöld og gekk bara vel.   Þetta er mjög fallegt jólalag og það verður gaman að syngja það í dómkirkjunni!

Vegna forfalla, fyrst og fremst í karlaröddum, frestum við að syngja Gabriellas sång í messunni á sunnudaginn kemur  1 nóvember.   Það þarf einnig að æfa lagið betur! Stólversið verður í staðinn Irish Blessing (367) sem við erum öruggari á.  Kórinn mætir kl. 13:00 og þá förum við í gegnum sálmana í messunni og stólversið.   Mikilvægt að mæta á réttum tíma!

Lisa vill að við leggjum mikla áherslu á Gabriellas sång og Jólasöng á æfingunni á mánudaginn kemur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *