Kóræfing 14/12 og Julsång i city 15/12

Kæru félagar,
Eins og þið vitið þá buðust Kristinn og Tuula til þess að stjórna okkur í Julsång i City i Dómkirkjunni á þriðjudaginn og það verðum við æfinlega þakklát fyrir.
Svo á mánudaginn sjá þau um æfinguna.
Íslenski kórinn á að syngja erindi 4 í  „Och det hände vid den tiden“.  Númer 122 í nótunum okkar.  Við höfum sungið þetta áður og þá á íslensku.   Við munum halda í þá hefð.
Á æfingunni með Kristni og Tuulu æfum við bara Julsångs-lögin.
118 Hin fyrstu jól
271 Jólasöngur
122 Och det hände vid den tiden ( Einu sinni í ættborg Daviðs)  Ef einhverjar sópranir kunna hærri röddina þá mega þær gjarna æfa hana soldið fyrir mánudaginn.  Svo ákveður Kristinn hvað við gerum.  Sendi nóturnar med maili til ykkar líka.
Ef tími gefst og Lisa lætur mig hafa kórnóturnar fyrir Ó helga nótt , þá syngjum við í gegnum kórhlutann.   Við syngjum nefnilega undir með Herbirni á jóladag.
Julsång i City þriðjudag 15/12 kl 17:30  – Mæting kl 16:30
Við hittumst í sjálfri kirkjunni í Fikarummet i tornet.  Þar hitum við upp og syngjum í gegnum lögin.
Við sitjum uppi við altarið til vinstri svo það er um að gera að vera fín!
Klæðnaðurinn í ár er svart og rautt .   Allir strákar eiga að koma með rauðu bindin sín og gaman ef konurnar skarta einhverju rauðu líka.  Slæða, skartgripur eða flík.   Ef við verðum með möppur verða þær að vera svartar.
Við höfum fengið það guðdómlega hlutverk að ganga um með söfnunarbaukana í kirkjunni!
Munið að við gefum líka , svo smá klink í vasanum er gott að hafa.
Mætum tímanlega og helst læra textann utanað.
Jólakveðja
Ingibjörg Þ

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *