Jólin koma! Aðventuhátíð 28. nóvember 2021, kl. 14:00 í Frölundakirkju.

Íslenski kórinn í Gautaborg mun taka þátt í aðventuguðsþjónustu/ aðventutónlistarhátíð í kirkju Íslendinga í Gautaborg, Västra Frölunda kyrka, sunnudaginn 28. nóvember klukkan 14:00. Séra Ágúst Einarsson stjórnar guðsþjónustu og sungin verða sænsk og íslensk jólalög. Allir hjartanlega velkomnir!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *