Greinasafn fyrir flokkinn: Æfingar

Koppången á MIDI – Þriðjudagsæfing med Sigga 1 nóv.

Kæru félagar
Tuula hefur hjálpað okkur við að koma Koppången á MIDI.
Nú er ráð að hlíða ráði Tuulu og nota auka klukkustundina sem við fengum gefins í dag til að æfa okkur á MIDI.
Gleymið samt ekki að fara út í sólina til að fá orkugjafa fyrir veturinn.
Munið engin mánudagsæfing. Við hittumst á þriðjudaginn.

Það er komið vetrarprógramm inn á heimasíðuna, sparað undir félagar.

Áríðandi breyting! Aukakvöldæfing 20 apríl og engin vinnudagur 1 maí.

Það verður enginn vinnudagur sunnudaginn 1 maí.  Það voru of margir sem gátu ekki mætt svo við höfum aukaæfingu í staðin miðvikudagskvöldið 20 april.  Við verðum í stóra herberginu í kjallaranum .  Komið soldið sæt og fín því að við ætlum að taka myndir af kórnum, bæði inni og úti ef veður leyfir.

Aðalfundur kórsins er hér með boðaður sama dag 20 april.                                                         Það þarf að skipa í uppstillinganefnd, sem er nefnd sem útsér nýja, breytta eða óbreytta stjórn.  Uppstillinganefnd athugar hvort meðlimir gömlu stjórnarinnar gefi áfram kost á sér og einnig hvort einhverjir nýjir gefi kost á sér í stjórn.   Það eru 4 í stjórn núna, ættu eiginlega að vera 5.

Uppstillinganefnd : Búi, Helgi, Ingibjörg S. og Guðný Ása . Einn frá hverri rödd.

Á æfingunni þann 9 maí mun hljómsveitin æfa með okkur.  Þær mæta á svæðið milli 18:00 & 18:30 til að koma fyrir trommusettinu.  Mikilvægt að við mætum á réttum tíma svo að enginn tími fari til spillis.

Á æfingunni í gær sýndu Berglind, Jóhanna og Guðlaug Sunna okkur tillögur að Facebook evenemangi og einnig miðum fyrir tónleikana.  Mjög flott!

kærar kveðjur.

Áríðandi breyting! Aukaæfing miðvikudagskvöldið 20. apríl kl 18:00 og engin vinnudagur 1. maí.

 

Það verður enginn vinnudagur sunnudaginn 1 maí.  Það voru of margir sem gátu ekki mætt svo við höfum aukaæfingu í staðin miðvikudagskvöldið 20 april.  Við verðum í stóra herberginu í kjallaranum .  Komið soldið sæt og fín því að við ætlum að taka myndir af kórnum, bæði inni og úti ef veður leyfir.

Aðalfundur kórsins er hér með boðaður sama dag 20 april.                                                         Það þarf að skipa í uppstillinganefnd, sem er nefnd sem útsér nýja, breytta eða óbreytta stjórn.  Uppstillinganefnd athugar hvort meðlimir gömlu stjórnarinnar gefi áfram kost á sér og einnig hvort einhverjir nýjir gefi kost á sér í stjórn.   Það eru 4 í stjórn núna, ættu eiginlega að vera 5.

Uppstillinganefnd : Búi, Helgi, Ingibjörg S. og Guðný Ása . Einn frá hverri rödd.

Á æfingunni þann 9 maí mun hljómsveitin æfa með okkur.  Þær mæta á svæðið milli 18:00 & 18:30 til að koma fyrir trommusettinu.  Mikilvægt að við mætum á réttum tíma svo að enginn tími fari til spillis.

Á æfingunni í gær sýndu Berglind, Jóhanna og Guðlaug Sunna okkur tillögur að Facebook evenemangi og einnig miðum fyrir tónleikana.  Mjög flott!

kærar kveðjur.

 

 

 

 

 

Nótur að taka med í kvöld 8 febrúar

Vinsamlegast hafið með ykkur eftirfarandi nótur í kvöld:

30 Heyr himna smiður, 127 Laudate dominum, 128 Ave verum corpus, 135 Ó undur lífs,   285 Næturljóð úr fjörðum, 366 Gabriellas sång,  361 Að ferðalokum,  364 Les Miserables,  372 För kärlekens skull,  373 Odi et Amo,  376 Kyrie.

Ef þið eigið ekki nóturnar reynið þá að prenta þær út frá heimasíðunni okkar!

Sjáumst heil!

 

Kóræfing mánudag 11 janúar kl 18:30 – Nýjir félagar velkomnir í hópinn!

Við fögnum nýju ári með gleði og söng svo það er um að gera að mæta.  Stólversið í messunni þann 24 janúar verður nr. 127 Laudate dominum.   Lisa er búin að koma okkur í samband við sópransolist sem  mun syngja með okkur í messunni.   Á heimasíðunni undir æfingar sjáið þið verkefni vorsins 2016.  Það er pláss fyrir fleiri uppákomur svo endilega koma med tillögur.

Mætum kát og hress á mánudag og endilega koma með nýja félaga.
hopmynd 2015