Forsíða

Korinn 2017Íslenski kórinn í Gautaborg var stofnaður 1989. Kórinn syngur fyrst og fremst íslensk og sænsk lög, en einnig nokkuð af kirkjulegri tónlist. Kórinn er einn af frumkvöðlum kóramóta íslenskra kóra á Norðurlöndum og Norður Evrópu og hefur farið víðsvegar í söngferðir. Meðal annars til Íslands, Englands, Þýskalands og hinna Norðurlandanna. Yfir vetrarmánuðina aðstoðar kórinn við guðsþjónustur íslenska safnaðarins í Frölunda kirkju. Kórinn heldur tónleika reglulega og hefur í gegnum tíðina tekið þátt í almennum árlegum jólasöng í Dómkirkjunni í Gautaborg. Kórinn hefur einnig sungið við ýmiss önnur tækifæri svo sem á Þorrablótum, bókmenntakvöldum og hestamótum svo eitthvað sé nefnt..

Kristinn og Tuula Jóhannesson voru stjórnendur kórsins frá 1989 til 2014 að undanteknum vetrinum 2008-2009 er Seth-Reino Ekström stjórnaði kórnum og vetrinum 2014 – 2015 er Þorsteinn Sigurðsson er stjórnaði kórnum.


Æfingar fara fram í safnaðarheimili  Västra Frölunda kirkju á mánudagskvöldum (ójafnar vikur) og þriðjudagskvöldum (jafnar vikur) milli 18:30 og 21:00.  Að undangengnu lítilsháttar söngprófi er nýju söngglöðu fólki velkomið að slást í hópinn. Við ráðleggjum áhugasömum að hafa samband eða bara kíkja við á æfingu.

Lisa Fröberg er nýr kórstjóri kórsins og hóf störf haustið 2015

IMG_0045

Lisa Fröberg er píanóleikari, kórþjálfari og undirleikari. Hún vinnur fyrst og fremst í Gautaborg og nágrenni, en hefur s.l. 15 ár einnig unnið í Englandi, Noregi og víðar í Svíþjóð. Má þar nefna sem dæmi Folkoperan, Piteå Kammaropera, Opera Garden, Vadstena Akademinen og Den Norske Opera. Hún er einnig reglulega starfandi við Gautaborgar óperuna sem kórþjálfari og kórstjóri. Eftir að hún lauk námi við Högskolan för Scen och Musik í Gautaborg, var hún 1 ár á Guildhall School of Music and Drama í London og í söngnámi í Operastudio 67 í Stokkhólmi. Hún hefur einnig tekið námskeið sem söngvari í Salzburg, Vín, og Kangasniemi í Finnlandi.

Lisa heldur tónleika sem píanóleikari og söngvari og starfar sem sjálfstæður þjálfari fyrir kóra og óperusöngvara.

 

 

 

 

Heimasíðunefnd:
Berglind Ragnarsdóttir, Jón Stefán Malmberg.

 

 

2 thoughts on “Forsíða

 1. Hello from Canada.

  I am working with the Toronto Choral Society and our 56 voice choir on a performance tour to Iceland.
  Our website is: http://www.torontochoralsociety.org/
  Our Artistic Director and Conductor is Geoffrey Butler.

  We are planning a trip to Iceland from May 22nd to 27th, 2016
  We would like to find a performance opportunity for our choir. We would like to sing for an audience in Iceland.
  Perhaps we could do a joint concert together?

  Or do you have any ides or suggestions on where we can perform?
  We will stay in Vik for May 22 and 23rd. And then in Rejkjavik on May 24th, 25th and 26th.

  Any assistance that you can offer to us would be greatly appreciated.
  Best regards,

  Mike Moore
  Tel. (905) 513-6901

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *