VOICELAND 2024- Kóramót íslenskra kóra í Þrándheimi 27. april

Íslenski kórinn í Gautaborg heldur til Þrándheims á kóramót, með þátttöku íslenskra kóra frá
Norðurlöndunum og Norður-Evrópu laugardaginn 27. apríl nk.
Í ár hafa kórarnir i Lundi og Gautaborg ákveðið að sameina krafta sína och syngja sem einn kór.

Verður sungið í Vår Frue Kirke, þar í borg, och sögur herma að við munum einnig taka lagið í Dómkirkju Niðarós , einni elstu og stærstu dómkirkju Norðurlanda!

Hérna er linkur fyrir atburðinn fyrir áhugasama:
https://www.facebook.com/events/1174610167280769

Íslensk kóramót hafa verið haldin í 30 ár núna . Í byrjun hittust einmitt íslensku kórarnir í Gautaborg og Lundi og héldu sameiginlega tónleika. Þess vegna er það passandi að syngja með þeim í ár.

Á síðasta kóramót sem haldið var í Árósum í apríl 2022 komu rúmlega 170 kórsöngvarar!
Gaman að hitta samlanda, syngja, og skemmta sér og öðrum.



Þeir sem hafa áhuga , þá er kórinn alltaf að leita eftir nýju fólki. Kórinn er opinn öllum þeim sem hafa gaman að því að syngja og ekkert skilyrði að hafa verið í kórastarfi áður.

Æfingar fara fram í safnaðarheimili Västra Frölunda kirkju á mánudagskvöldum klukkan 18:30 til 21:00.
Við hvetjum áhugasama að hafa samband eða bara kíkja við á æfingu!

Margt spennandi framundan! Þar með talið stórtónleikar i tilefni stórafmælis íslensks lýðræðis í ár. Nánar um það síðar!

VOICELAND 2022- Kóramót íslenskra kóra í Árósum 22.-24. apríl 2022 – Yfir tíu kórar og rúmlega 200 manns

Sjá Fésbókarsíðu fyrir atburðinn: https://www.facebook.com/groups/1989659974685932

Annað hvert ár hafa íslenskir kórar á Norðurlöndunum, Englandi, Luxemburg og Þýskalandi hist og sungið saman. Síðasta kóramót var haldið í Gautaborg 2019 og mættu 12 kórar eða yfir 200 manns og sungu skemmtu sér saman. Í vor er stefnan tekin til Árósa.

Mót íslenskra kóra í Gautaborg 6. apríl 2019

Bildresultat för icelandic flag emoji

Íslenski kórinn í Gautaborg heldur kóramót með þátttöku íslenskra kóra frá
Norðurlöndunum og Norður-Evrópu 6. apríl nk. Langflest söngfólkið eru
Íslendingar búsettir í viðkomandi löndum og borgum – margir til margra ára en aðrir í
skemmri tíma.
Íslensk kóramót hafa verið haldin í 26 ár. Í byrjun hittust íslensku kórarnir í Gautaborg og
Lundi að frumkvæði Kristins Jóhannessonar sem var fyrsti stjórnandi kórsins í Gautaborg og stjórnaði honum árum saman.  Síðan þá hafa kóramótin verið haldin annað hvert ár og
kórarnir skiptast á að halda þau og hefur fjöldi kóra og söngvara aukist stöðugt. Á síðasta
kóramót sem haldið var í Kaupmannahöfn í apríl 2017 komu rúmlega 200 kórsöngvarar!

Núna er von á um 220 þátttakendum til Gautaborgar .

Tónleikarnir verða haldnir kl 16:30 í Christinae kyrka (Þýsku
kirkjunni) í miðbæ Gautaborgar og eru allir velkomnir.

Miðasala er við innganginn og kostar miðinn kr. 100.

Bildresultat för swedish flag emoji

Isländskt körmöte i Göteborg 6 april 2019

Isländska kören i Göteborg arrangerar ett körmöte och konsert med isländska körer i Norden och Norra Europa i Göteborg den 6. april 2019.  Körerna består till allra största delen av islänningar som bor i de aktuella städerna – somliga sedan länge, andra under en kortare tidsperiod.
Isländska körmöten har hållits i 26 år. Det började smått med en träff mellan Isländska
körerna i Göteborg och Lund som ett initiativ av Kristinn Jóhannesson,  Göteborgs körens
första och mångåriga dirigent. Körmötena har ägt rum vart annat år sedan dess och roterat
mellan städer och antalet körer ock körsångare har successivt stigit.

På körmötet i Köpenhamn i april 2017 deltog drygt 200 körsångare!

Vi räknar med 220 körsångare till Göteborg den 6. april.

Konserten är i Christinae kyrka (Tyska kyrkan)
i centrala Göteborg kl 16:30, och är alla välkomna!

Biljettförsäljning sker vid entrén, pris 100kr.