Greinasafn fyrir flokkinn: Tilkynningar

Mót íslenskra kóra í Gautaborg 6. apríl 2019

Bildresultat för icelandic flag emoji

Íslenski kórinn í Gautaborg heldur kóramót með þátttöku íslenskra kóra frá
Norðurlöndunum og Norður-Evrópu 6. apríl nk. Langflest söngfólkið eru
Íslendingar búsettir í viðkomandi löndum og borgum – margir til margra ára en aðrir í
skemmri tíma.
Íslensk kóramót hafa verið haldin í 26 ár. Í byrjun hittust íslensku kórarnir í Gautaborg og
Lundi að frumkvæði Kristins Jóhannessonar sem var fyrsti stjórnandi kórsins í Gautaborg og stjórnaði honum árum saman.  Síðan þá hafa kóramótin verið haldin annað hvert ár og
kórarnir skiptast á að halda þau og hefur fjöldi kóra og söngvara aukist stöðugt. Á síðasta
kóramót sem haldið var í Kaupmannahöfn í apríl 2017 komu rúmlega 200 kórsöngvarar!

Núna er von á um 220 þátttakendum til Gautaborgar .

Tónleikarnir verða haldnir kl 16:30 í Christinae kyrka (Þýsku
kirkjunni) í miðbæ Gautaborgar og eru allir velkomnir.

Miðasala er við innganginn og kostar miðinn kr. 100.

Bildresultat för swedish flag emoji

Isländskt körmöte i Göteborg 6 april 2019

Isländska kören i Göteborg arrangerar ett körmöte och konsert med isländska körer i Norden och Norra Europa i Göteborg den 6. april 2019.  Körerna består till allra största delen av islänningar som bor i de aktuella städerna – somliga sedan länge, andra under en kortare tidsperiod.
Isländska körmöten har hållits i 26 år. Det började smått med en träff mellan Isländska
körerna i Göteborg och Lund som ett initiativ av Kristinn Jóhannesson,  Göteborgs körens
första och mångåriga dirigent. Körmötena har ägt rum vart annat år sedan dess och roterat
mellan städer och antalet körer ock körsångare har successivt stigit.

På körmötet i Köpenhamn i april 2017 deltog drygt 200 körsångare!

Vi räknar med 220 körsångare till Göteborg den 6. april.

Konserten är i Christinae kyrka (Tyska kyrkan)
i centrala Göteborg kl 16:30, och är alla välkomna!

Biljettförsäljning sker vid entrén, pris 100kr.

Bjarni Arngrímsson er látinn

bMynd Bjarni Asgrimsson Bjarni á góðri stund í maí 2017
Fyrrum kórfélagi og einn af heiðursfélögum kórsins, Bjarni Arngrímsson lést þann 4. júli s.l. Hans verður sárt saknað af okkur í kórnum enda góður félagi, bæði skemmtilegur og vís. Þó svo að langt sé um liðið síðan Bjarni var liðtækur í kórstarfinu var hann tíður gestur á uppákomum kórsins.    Blessuð sé minning Bjarna.

Scan-110122-0059Scan-110122-0057

Kæri vinur Bjarni.

Nú er lokið langri ferð og ég veit að þú átt góða heimkomu.

Ég kynntist Halldóru og Bjarna fyrst hér í Gautaborg, en þau störfuðu um langt skeið við sálfræðiþjónustu, bæði sjálfstætt og innan sænska kerfisins og nutu þar trausts og virðingar. En það var fyrst og fremst í sambandi við kór og kirkju sem ég kynntist Bjarna. Þau Halldóra voru alltaf boðin og búin að taka þátt í öllum þáttum kórstarfsins. Þau skildu að þetta starf var að drjúgum hluta íslenskt menningarstarf. Meðal annars styrktu þau starfið með því að leggja fram fé til að kórfélagar gætu fengið raddþjálfun. Og hver man ekki eftir þætti þeirra hjóna í ýmsum ferðalögum svo sem Íslandsferðinni góðu. Bjarni kom líka til mín færandi hendi með nótur að lögum eftir frænda sinn Árna Björnsson. Ég get varla hugsað mér einlægari félaga eða áhugasamari um starfið.

Kæri vinur. Íslenski kórinn í Gautaborg á ykkur Halldóru mikið að þakka og við Tuula söknum góðs vinar. Það er mikil gæfa að hafa kynnst svona góðum dreng.

Kristinn Jóhannesson

Scan-110122-0001

Vortónleikar í Aftonstjörnunni 12 maí kl 19:00

Hugguleg kvöldstund með Íslenska kórnum í Gautaborg á Aftonsjärnan þann 12.maí klukkan 19:00. Fjölbreytt og skemmtilegt efnisval, íslenskt, sænskt og erlent.   Buss 16 frá Brunnsparken - farið úr við stoppistöðina Sannegårdshamen - yfir götuna og gangið nokkra metra að Gjutaregatan, upp brekkuna og þið sjáið Leikhús Aftonstjarnan.  Miðaverð 100 kr  Léttar veitingar eru til sölu fyrir tónleika og í hléi
Hugguleg kvöldstund með Íslenska kórnum í Gautaborg á Aftonstjärnan þann 12.maí klukkan 19:00. Fjölbreytt og skemmtilegt efnisval, íslenskt, sænskt og erlent.
Buss 16 frá Brunnsparken – farið úr við stoppistöðina Sannegårdshamen – yfir götuna og gangið nokkra metra að Gjutaregatan, upp brekkuna og þið sjáið Leikhús Aftonstjarnan.
Miðaverð 100 kr
Léttar veitingar eru til sölu fyrir tónleika og í hléi

Nú förum við til Køben! Allir velkomnir að fljóta með!

Núna er íslenski kórinn á leiðinni til Kaupmannahafnar að taka þátt í kóramóti íslenskra kóra hvaðanæva úr Evrópu. Við ætlum að syngja með 10 öðrum kórum íslenska tónlist og verður stoppað víða við,  yfir Sprengisand og inn í Vaglaskóg, og kannski verður svifið yfir Esjuna.

Þetta er gert annað hvert ár, síðast vorum við í London og ekkert smá gaman. Englendingar hafa ekki upplifað annað eins síðan á víkingatímum og enginn fór út ósnortinn.  Nú tökum við danina!

Passi: Tékk!

Tannbursti: Tékk!

Raddbönd og nótur: Tékk!

Gott skap: Tékk!

Rødgrød med fløde: Tékk!

Við erum og tilbúin og nu är bara att köra!

 

Aðventustund í kirkjunni á morgun sunnudag 27 nóvember kl 14:00

Jingle bells

Það er soldið æsingur í okkur í Jingle Bells, en okkur hlakkar bara svo mikið til jólanna!  Takk fyrir í dag.

Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Lisu Fröberg, Herbjörn Þórðarsson syngur einsöng. Hljómsveit Ingvars og Júlíusar syngur. Sigurlaug Sól Guðfinnsdóttir leikur á þverflautu. Guðbjörg Jóna Guðnadóttir syngur. Orgelleik annast Lisa Fröberg. Kirkjukaffi.
Verið velkomin!Bildresultat för julgran

 

 

 

 

Koppången á MIDI – Þriðjudagsæfing med Sigga 1 nóv.

Kæru félagar
Tuula hefur hjálpað okkur við að koma Koppången á MIDI.
Nú er ráð að hlíða ráði Tuulu og nota auka klukkustundina sem við fengum gefins í dag til að æfa okkur á MIDI.
Gleymið samt ekki að fara út í sólina til að fá orkugjafa fyrir veturinn.
Munið engin mánudagsæfing. Við hittumst á þriðjudaginn.

Það er komið vetrarprógramm inn á heimasíðuna, sparað undir félagar.