2010-2014

2010

2010 fór kórinn í tónleikaferðalag til Berlínar. Var hersingunni boðið í mat í íslenska sendiráðinu og var ekkert til sparað.

Aðalfundur var haldinn 25 apríl í safnaðarheimilinu V Frölunda að lokinni messu.

Stjórnin var kosin:

Ingvar Gunnarsson, formaður
Þórunn Guðmundsdóttir Benson, gjaldkeri
Ingibjörg Þorvarðardóttir,  ritari
Meðstjórnendur Friðjón Axfjörð og Kristín Pálsdóttir

Kórstjórar voru Kristinn og Tuula Jóhannesson
Ingvar Gunnarsson sá um heimasíðu kórsins
Ingibjörg Pálsdóttir sá um nótnavörlsu
Kristín Pálsdóttir hafði umsjón með kaffi og klæðnaði
Lagavalsnefnd: Þorsteinn Sigurðsson og Ingibjörg Gísladóttir
Formaður sögunefndar er Ellen Björnsdóttir
Skemmtinefnd skipa Kristbjörg Gunnarsdóttir og Una Þorsteinsdóttir

Í lok janúar söng kórinn á Íslandskvöldi í safnaðarheimilinu í Bergum og þann 23. Mars hjá Norræna félaginu í Vänersborg.

Einn af heiðursfélögum kórsins, Britta Gíslason, andaðist á árinu og söng kórinn við útför hennar í Kungälv þann 4 mars

Kórinn hittist á Karin Boyesgötu þann 12. mars og skemmti sér við söng, öldrykkju og spjall og skoðaði myndir frá hinum vel lukkaða afmælisfagnaði kórsins haustið 2009.

Í lok ágúst hófust æfingar og undirbúningur fyrir söngför til Berlínar.  Lagt var up með Kílarferju fimmtudaginn 9. September og komið heim mánudaginn þann þrettánda.  Á laugardeginum var sungið fyrir vistmenn á elliheimili fyir betri borgara og um kvöldið á tónleikum sem verða í minnum hafðir vegna aðsóknar, en gestir vour samtals sex, að meðtöldum sendiherra Íslands Gunnari Snorrasyni.  Tónleikarnir voru að mati viðstaddra vel heppnaðir og að þeim lokum var kórfélögum boðið til móttöku „í ykkar eigin húsi“ eins og sendherra orðaði það.

Daginn eftir sungum við í merkilegu kúltúrhúsi í því sem áður var austur-Berlín.  Við sungum í  gamalli aflagðri sundlaug (án vatns er kannski rétt að taka fram).

Berlin 2010 í sturtu fyrir tónleika í sundlaug Berlin 2010 í sturtu fyrir tónleika í sundlaug 1

Berlin 2010 tónleika í sundlaug

Einn kórfélagi til margra ára, Halldóra Gunnarsdóttir, lést og söng kórinn við útför hennar í Birgittas kapell þann 17. September 2010.  Að útförinni lokinni bauð eftirlifandi maki, Bjarni Arngrímsson og börn viðstöddum til minningarstundar í Sjömagasinet.

Kórinn söng við messur í Frölunda kirkju, við aðventuhátið, Julsång i City og við hátíðarmessu á jóladag ásamt söngsveitinni BB.

Samantekt úr ársskýrlsu kórsins 2010

2011

Aðalfundur kórsins var haldinn í safnaðarheimilinu í V-Frölunda  þann 3. apríl 2011 að lokinni messu í kirkjunni.

Ný stjórnin var kosin:

Ingibjörg Pálsdóttir, formaður
Þórunn Guðmundsdóttir Benson, gjaldkeri
Ingibjörg Þorvarðardóttir,  ritari
Meðstjórnendur Friðjón Axfjörð og Helgi Björgvinsson

Kórstjórar voru Kristinn og Tuula Jóhannesson
Heimasíða: Ingvar Gunnarsson
Kristín Pálsdóttir hafði umsjón með kaffi, klæðnaði og nótnavörslu
Lagavalsnefnd: Þorsteinn Sigurðsson og Ingibjörg Gísladóttir
Formaður sögunefndar er Ellen Björnsdóttir
Skemmtinefnd skipa Kristbjörg Gunnarsdóttir og Una Þorsteinsdóttir
Endurskoðandi var kosin Pétur Jóhannesson

Í kórnum eru starfandi cirka 30 kórmeðlimir.

Fastar starfandi nefndir á árinu hafa verið Sögunefnd og Lagavalsnefnd.

Sögunefnd efndi til skemmti- og vinnufundar á Karin Boyesgötu, laugardaginn 22. janúar og voru þar skannaðar inn og sorteraðar gamlar myndir frá kórfélögum.  Við sem skoðum heimasíðu kórsins í dag njótum góðs af þessum degi.

8 april skundaði kórinn með rútubíl til Oslo en þar var kóramót Íslenskra kóra í útlöndum haldið í ár.  Eins og alltaf skemmtum við okkur rosa vel, gaman að syngja með öllu þessu frábæra fólki.

Vortónleikar kórsins voru haldnir í V-Frölundakirkju fimmtudagskvöldið 26 maí.

Mánudaginn 29. ágúst var afmælisdagur Tuulu og hún hélt að sjálfsögðu upp á hann með því að mæta á fyrstu kóræfingu haustsins. Fyrsta messa haustsins var svo þann 18. september.

Fljótlega var skipað í skemmtinefnd til að koma í verk hugmynd Kristins kórstjóra um ”bjórkvöld”.  Þar voru sungnir söngvar og textar þeirra bræðra Jónasar og Jóns Múla í útsetningu Tuulu.
Skemmtinefndina fyrir Eggerskvöldið skipuðu Kristín Sóley Björnsdóttir, Þórunn, Guðmundsdóttir, Ingibjörg Gísladóttir og Þrándur Úlfarsson.  Eggerskvöldið sem haldið var þann 5 nóvember var allveg einstaklega vel heppnað og fjölmennt.  Þar stóð kórinn fyrir fjöldasöng og BB & A-menn tróðu upp.  Það náðist að minnsta kosti í einn nýjan kórfélaga sem er hún Elma Ósk Óskarsdóttir okkar í altinni.  Þess má einnig geta að nýyrðið „Eggerskvöld“ hefur næstum komið í stað hins gamla „bjórkvölds“ í isländska dyalektmysteriets kórlensku.

Eins og undanfarin ár söng kórinn í Julsång i City, og einnig við adventumessu og hátíðarmessu á jóladag ásamt söngsveitinni BB.

2012

Aðalfundur kórsins var haldinn 31 mars 2012 i Bergum

Stjórn var kosin :

Ingibjörg Pálsdóttir formaður
Þórunn Bensson gjaldkeri
Ingibjörg Þorvarðardóttir ritari
Meðstjórnendur Friðjón Friðgeisson og Helgi Björgvinson

Kórstjórar voru Kristinn og Tuula Jóhanesson
Tuula undirbjó lögin okkar á Midi
Ingvar Gunnarsson sá um heimasíðu
Kristín Pálsdóttir var nótnavörður, sá um skipuleggingju kaffi fyrir æfingar og messur. Hún sá einnig um skipuleggju klæðnaðar fyrir uppákomur og mætingar í messusöng.

Pétur Jóhannesson var endurskoðandi kórsins.
Lagavalsnefnd voru Ingibjörg Gísladóttir og Þorsteinn Sigurðsson

Sögunefnd var starfandi á árinu, Ellen hélt utan um hópinn fram að hausti (þangað til að hún flutti til Kína) og síðan tók Þrándur við.

Raddformenn voru

Sópran: Kristin Sóley og Ingibjörg Gísladóttir
Millirödd: Aldís Einarsdóttir og Ingibjörg Þorvarðardóttir
Tenór: Þorsteinn Sigurðsson
Bassi: Jón Gíslasson

Þann 25. mars tók kórinn þátt í samnorrænni guðsþjónustu (islenska, sænska, norska, danska og færeyska kirkjan) og söng þar með Frölunda kórnum Alta Trinita. Einnig söng kórinn stólversið Heill þér himneska orð.

Kórabúðir, voru haldnar í Bergum í mars. Sögunefnd sá um að skipuleggja helgina.

Búðirnar byrjuðu á föstudagskvöldi með ”after work”

Á laugardeginum var leikfimi, raddæfing, göngutúr, aðalfundur, söngæfing og partý.

Kiddi sagði okkur frá reynslu sinni með æfingum og söng með Hellmans Drengar

Stjórnarfundur þann 25 april með kórstjórum og raddformönnum

Facebook hópur var stofnaður.

Vortónleikar voru haldnir 24 maí í V Frölunda kirkju.

Stína kvaddi kórinn og bauð í Kórpartý í Lerum 25 maí 2012 – Rosa fjör!

Fyrsta æfing haustsins var 27 ágúst.

Annað Eggerskvöld kórsins var haldið þann 9. nóvember og Eggerts nefnd skipuðu þau Sunneva, Þórunn, Ingvar og Steini.

Þann 18 december var síðan komið að árlegum jólasöng í Julsång i City.

2013

Aðalfundur kórsins var haldinn 18 mars 2013 i V Frölunda

Stjórn var kosin :

Ingibjörg Pálsdóttir formaður
Þórunn Bensson gjaldkeri
Ingibjörg Þorvarðardóttir ritari
Meðstjórnendur Friðjón Friðgeisson og Helgi Björgvinson

Pétur Jóhannesson var endurskoðandi kórsins.
Kórstjórar voru Kristinn og Tuula Jóhanesson
Tuula undirbjó lögin okkar á Midi
Ingvar Gunnarsson sá um heimasíðu
Kristín Pálsdóttir var nótnavörður
María Erla sá um skipuleggingu á kaffi fyrir æfingar og í messum.
María Erla sér einnig um Facebook síðuna okkar.
Ingibjörg Gísladóttir var kosin að stjórna klæðnaði fyrir uppákomur
Lagavalsnefnd voru Ingibjörg Gísladóttir og Þorsteinn Sigurðsson
Sögunefnd er til en ekki starfandi á árinu.

Raddformenn voru

Sópran:  Ingibjörg Gísladóttir
Millirödd:  Aldís Einarsdóttir og Ingibjörg Þorvarðardóttir
Tenór:  Þorsteinn Sigurðsson
Bassi:  Jón Gíslasson

Þann 13. apríl var kóramót í Lundi og þar hittust 9 íslenskir kórar og sungu saman.  Við sungum Rúnaslagur, Íslenskt vögguljóð á hörpu og Við heimtum aukavinnu.
Vortónleikar voru haldnir 18 apríl í safnaðarheimili Frölunda kirkju og við sungum 18 lög sem voru flokkuð í eftirfarandi tema:  Till våren, två sånger till jungfru Maria, Vaggvisor, Herrens bön, Mest på skoj, gammalt och nytt från Island, Till Island.

Við tókum einnig þátt í Gökotta-söng við kirkjuna að morgni 9 maí.

Í ágúst bauð Kristín Pálsdóttir fólki á  ”kick-off“ í fallega sumarhúsinu sínu við Kallhed.  Fyrsta æfing haustsins var  svo þann 9 september og  þá byrjuðum við með nýjann æfingatíma kl 18:30 – 21:00.  Það er hálftíma fyrr en undanfarin ár.

Kristína Nilroth ræðismaður Íslands í Gautaborg, bauð kórnum að vera við afhendingu listamannaverðlauna sem íslenski listamaðurinn Hjalti Karlsson fékk afhent í Röhska listasafninum þann 6 nóvember.   Þar var einnig mætt fyrrverandi forseti Íslands Frú Vigdís Finnbogadóttir.

Þann 17 december var síðan komið að árlegum jólasöng í Julsång i City.  Kórinn stóð sig að venju með mikilli prýði.

Enn eldast kórfélagar og í  þetta sinn var komið að Aldísi sem hélt upp góðum sið og bauð til veislu.  Hirðskáldið var sett í vinnu og texti gerður við gamalkunnugt lag og það sungið.

 

2014

Aðalfundur var haldinn 31 mars 2014 i V Frölunda

Ný stjórn var kosin:

Ingibjörg Þorvarðardóttir formaður
Þórunn Bensson gjaldkeri
Helgi Björgvinsson  ritari
Meðstjórnendur Aldís Einarsdóttir og Þorsteinn Sigurðsson

 

Kórstjórar vorið 2014 voru Kristinn og Tuula Jóhannesson en um haustið tók Þorsteinn Sigurðsson, áður tenór í kórnum við kórstjórninni.

Ingvar Gunnarsson sá um heimasíðu kórsins.
Kristín Pálsdóttir var nótnavörður
María Erla sá um skipuleggingju á kaffi fyrir æfingar og í messum.
María Erla sér einnig um Facebook síðuna okkar.
Ingibjörg Gísladóttir var kosin að stjórna klæðnaði fyrir uppákomur klttir﷽﷽﷽﷽﷽P-a mars 2013  , söngfingar og messur. HSæðnaði fyrir uppákomur.

Í lagavalsnefnd voru Ingibjörg Gísla, Aldis Einarsd, Ingvar G. og Þorsteinn Sigurðsson
Sögunefnd er til en lýtt starfandi á árinu.

Mikill faraldur skoðanakannana gekk yfir kórinn á vormánuðum 2014 .  Hvað vill kórinn og hvernig hugsum við okkur framhaldið?  Niðurstaða könnunarinnar leiddi til þess að kórinn sér ekki lengur um  kirkjukaffið eftir messu!

Kórinn söng á Þorrablóti í febrúar og jafnframt fluttu kórfélagarnir Ingvar Gunnarsson og Elinborg Ragnarsdóttir minni karla og minni kvenna.  Stóðu sig vel bæði tvö.

Það er óhætt að segja að miklar breytingar hafi átt sér stað á því ári sem liðið er frá síðasta aðalfundi.  Kristinn og Tuula ýjuðu að því vorið 2013 að þeirra tími sem kórstjórar væri að ljúka.  Þau byrjuðu þess vegna,  svona dulítið í laumi, að leita að einhverjum úr röðum kórsins sem gæti fyllt í skarðið.  Ýmsir fengu að spreyta sig og voru tilburðirnir ansi skrautlegir þegar takturinn var sleginn með miklu handapati og svitaperlum á enni.  Sá sem komst best út úr þessum æfingum var Steini – sem í framhaldi af því tók við því ábyrgðarmika hlutverki að stjórna kórnum.

Það má segja að generalprufan hjá Steina hafi verið á vorkonsertinum 10 maj 2014 í Gunnesby koloniområde.   Hann tók svo einn við kórstjórninni haustið 2014 og reddaði kórnum þar með frá því að vera kórstjóralaus.

Fyrsta æfing haustsins var þann 1. september.  Fyrsta messa haustsins var 12. október en þá hélt söfnuðurinn upp á 20 ára afmæli sitt og góðir gestir komu til Svíþjóðar í heimsókn.  Þar á meðal Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson fyrrverandi sóknarprestur í Gautaborg og fyrrverandi meðlimur í  kórnum.

Svitaperlur á enni vildu ekki alveg segja skilið við okkur og í Julsång i City þann 16 desember glitruðu ennisperlurnar í  kapp við jólastjörnurnar.  Og þá er ég ekki bara að tala  um ennið á Steina kórstjóra.  Allur kórinn glitraði eins og  stórt jólatré.  Við sungum Jólin allsstaðar og Rís upp Drottni dýrð.

Kórinn söng við aðventustund kirkjunnar og einnig í jólamessunni á jóladag.

Um sumarið var svo kíkt á Lottu i Liseberg.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *