Mánaðarskipt færslusafn fyrir: apríl 2024

VOICELAND 2024- Kóramót íslenskra kóra í Þrándheimi 27. april

Íslenski kórinn í Gautaborg heldur til Þrándheims á kóramót, með þátttöku íslenskra kóra frá
Norðurlöndunum og Norður-Evrópu laugardaginn 27. apríl nk.
Í ár hafa kórarnir i Lundi og Gautaborg ákveðið að sameina krafta sína och syngja sem einn kór.

Verður sungið í Vår Frue Kirke, þar í borg, och sögur herma að við munum einnig taka lagið í Dómkirkju Niðarós , einni elstu og stærstu dómkirkju Norðurlanda!

Hérna er linkur fyrir atburðinn fyrir áhugasama:
https://www.facebook.com/events/1174610167280769

Íslensk kóramót hafa verið haldin í 30 ár núna . Í byrjun hittust einmitt íslensku kórarnir í Gautaborg og Lundi og héldu sameiginlega tónleika. Þess vegna er það passandi að syngja með þeim í ár.

Á síðasta kóramót sem haldið var í Árósum í apríl 2022 komu rúmlega 170 kórsöngvarar!
Gaman að hitta samlanda, syngja, og skemmta sér og öðrum.Þeir sem hafa áhuga , þá er kórinn alltaf að leita eftir nýju fólki. Kórinn er opinn öllum þeim sem hafa gaman að því að syngja og ekkert skilyrði að hafa verið í kórastarfi áður.

Æfingar fara fram í safnaðarheimili Västra Frölunda kirkju á mánudagskvöldum klukkan 18:30 til 21:00.
Við hvetjum áhugasama að hafa samband eða bara kíkja við á æfingu!

Margt spennandi framundan! Þar með talið stórtónleikar i tilefni stórafmælis íslensks lýðræðis í ár. Nánar um það síðar!