Allar færslur eftir Jón Stefán

Mót íslenskra kóra í Gautaborg 6. apríl 2019

Bildresultat för icelandic flag emoji

Íslenski kórinn í Gautaborg heldur kóramót með þátttöku íslenskra kóra frá
Norðurlöndunum og Norður-Evrópu 6. apríl nk. Langflest söngfólkið eru
Íslendingar búsettir í viðkomandi löndum og borgum – margir til margra ára en aðrir í
skemmri tíma.
Íslensk kóramót hafa verið haldin í 26 ár. Í byrjun hittust íslensku kórarnir í Gautaborg og
Lundi að frumkvæði Kristins Jóhannessonar sem var fyrsti stjórnandi kórsins í Gautaborg og stjórnaði honum árum saman.  Síðan þá hafa kóramótin verið haldin annað hvert ár og
kórarnir skiptast á að halda þau og hefur fjöldi kóra og söngvara aukist stöðugt. Á síðasta
kóramót sem haldið var í Kaupmannahöfn í apríl 2017 komu rúmlega 200 kórsöngvarar!

Núna er von á um 220 þátttakendum til Gautaborgar .

Tónleikarnir verða haldnir kl 16:30 í Christinae kyrka (Þýsku
kirkjunni) í miðbæ Gautaborgar og eru allir velkomnir.

Miðasala er við innganginn og kostar miðinn kr. 100.

Bildresultat för swedish flag emoji

Isländskt körmöte i Göteborg 6 april 2019

Isländska kören i Göteborg arrangerar ett körmöte och konsert med isländska körer i Norden och Norra Europa i Göteborg den 6. april 2019.  Körerna består till allra största delen av islänningar som bor i de aktuella städerna – somliga sedan länge, andra under en kortare tidsperiod.
Isländska körmöten har hållits i 26 år. Det började smått med en träff mellan Isländska
körerna i Göteborg och Lund som ett initiativ av Kristinn Jóhannesson,  Göteborgs körens
första och mångåriga dirigent. Körmötena har ägt rum vart annat år sedan dess och roterat
mellan städer och antalet körer ock körsångare har successivt stigit.

På körmötet i Köpenhamn i april 2017 deltog drygt 200 körsångare!

Vi räknar med 220 körsångare till Göteborg den 6. april.

Konserten är i Christinae kyrka (Tyska kyrkan)
i centrala Göteborg kl 16:30, och är alla välkomna!

Biljettförsäljning sker vid entrén, pris 100kr.

Nú förum við til Køben! Allir velkomnir að fljóta með!

Núna er íslenski kórinn á leiðinni til Kaupmannahafnar að taka þátt í kóramóti íslenskra kóra hvaðanæva úr Evrópu. Við ætlum að syngja með 10 öðrum kórum íslenska tónlist og verður stoppað víða við,  yfir Sprengisand og inn í Vaglaskóg, og kannski verður svifið yfir Esjuna.

Þetta er gert annað hvert ár, síðast vorum við í London og ekkert smá gaman. Englendingar hafa ekki upplifað annað eins síðan á víkingatímum og enginn fór út ósnortinn.  Nú tökum við danina!

Passi: Tékk!

Tannbursti: Tékk!

Raddbönd og nótur: Tékk!

Gott skap: Tékk!

Rødgrød med fløde: Tékk!

Við erum og tilbúin og nu är bara att köra!

 

Vortónleikar íslenska kórsins 19. maí!

http://www.footballpictures.net/data/media/160/sweden-flag.jpg

Isländska kören i Göteborg välkomnar er till en trevlig afton på Aftonstjärnan torsdagen den 19 maj klockan 19:00
Kören under ledning av Lisa Fröberg bjuder på ett varierat material från såväl Island som andra länder.
Till vår hjälp denna gång har vi poeten Kristín Bjarnadóttir samt musiker.

Biljettpris
– Vuxna: 100 kr
– Student: 70 kr

Förköp finns via e-post: iskorgbg@outlook.com eller genom körmedlemmar

 

http://www.itouchapps.net/images/flag-play-fun-with-flags-quiz/iceland1.jpg

Hugguleg kvöldstund með Íslenska kórnum í Gautaborg á Aftonsjärnan þann 19.maí klukkan 19:00. Fjölbreytt og skemmtilegt efnisval, íslenskt, sænskt og erlent.

Miðaverð
– Fullorðnir: 100 SEK
– Námsmenn: 70 SEK

Hægt er að nálgast miða í forsölu hjá kórfélögum eða í gegnum tölvupóst á netfangið iskorgbg@outlook.com

Hvað viljum við syngja?

Ég vill koma af stað smá könnun um hvað við viljum æfa okkur á, ef einhver er með einhver ný lög getur verið skemmtilegt að prófa, eða einhver frá okkar eigin lagalista. Lisa byrjaði að syngja Fjöllin hafa vakað á leiðinni heim frá síðustu kóræfingu svo að allt er opið! ég byrja þetta og segi eitt af okkar eigin lista: Næturljóð úr Fjörðum, smá öxull að tækla en svo flott lag….. aðrar uppástungur?! endilega henda þeim út, til þess eru athugasemdir.

Fyrsta æfing 7. sept.

Á fyrstu æfingunni þann 7. september

verður nýja heimasíðan okkar kynnt og einnig farið í gegnum hvernig best er að nýta heimasíðuna í kórstarfinu. – Senda skilaboð, skrifa út nótur, MIDI o.s.frv.

Við munum einnig lítillega ræða kórstarfið í haust og skipulag þess.

Takið með ykkur nótur:
nr 105 Slá þú hjartans hörpustrengi (stólvers í messu 20/9) og
nr 361 Að Ferðalokum.

Sjáumst kát og hress og sem flest!
Höfum í huga að enginn keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn.
Kær kveðja
Ingibjörg Þ