2005-2009

2005

Æfingar voru haldnar i Skårs kirkju á mánudögum kl.19.00-21.30
Félagsmenn voru uþb 44 auk kórstjóranna Kristinns og Tuulu.

I stjórn voru
Pétur Jóhannesson formaður
Guðný Sveinsdóttir gjaldkeri
Ellen Björnsdóttir
Þrándur Úlfarsson
Viglundur Gíslason

  • Æfingar starfsársins hófust í águst.
  • 44 meðlimir auk Kristinns og Tuulu
  • Kick Off æfingarbúðir í húsnæði Íslendingafélagsins i september
  • Kórinn söng við 4 messur á haustönn
  • og 5 messur á vorönn
  • Kórinn söng við skírn Samuels Villa sonar
  • Kórinn tók þátt í Julsång i city
  • Kóramót í Gautaborg 12 mars. 6 kórar frá Kaupmannahöfn, London, Osló, Lundi Stokkhólmi mættu, sungu og skemmtu sér saman
  • Kórinn fór í kórferðalag til Álandseyja. Farið var með rútu til Stokkhólms og þar var sungið með Stokkhólmskórnum Síðan var farið með bát till Álands þar sem haldnir voru 3 tónleikar.
  • Kristni var afhent Fálkaorða af Svavari Gestssyni fyrir vel unnin störf (för långvarig tjänstgöring för Island och Isländsk kultur utomlands.
  • Vortónleikar voru haldnir þann 21maj.
  • Unnið að upptökum fyrir útgáfu á nýjum diski.
  • Kórinn tók þátt í hátiðarhöldum á 17 júní í Flunsåsparken.
  • Edda bauð til veislu í tilefni 50 ára afmælis síns
  • Eignir í ársbyrjun voru 39.000

(tekið saman af sögunefnd/Aldís)

2006

Aðalfundur var haldinn 5 maí 2006 í Íslendingahúsinu í Haga.

Ný stjórn var kosin:

Guðný Ása Sveinsdóttir, formaður
Björn Heimir Björnsson, gjaldkeri
Ellen Björnsdóttir,  ritari
Meðstjórnendur Helena Sandberg og Þrándur Úlfarsson

Kórstjórar voru Kristinn og Tuula Jóhannesson.
Ingvar Gunnarsson sá um heimasíðu kórsins.

Velsóttir vortónleikar voru haldnir þann 20. maí í Frölunda kirkju einnig söng kórinn á lýðveldishátíð þann 17. Júni í Flunåsparken.

Fyrsta æfing haustsins var þann 28. ágúst   Á haustönn voru um 33 meðlimir í kórnum.  Á tveim æfingum voru ekki Kristinn og Tuula með.  Í annað skiptið æfði kórinn sjálfur og í hitt skiptið fengum við Asa Johanson úr Amandakórnum til að hjálpa okkur með svolítið öðruvísi æfingu.

Kórabúðir voru haldnar á Vallersvik vandrarhem í Frillesås laugardag og sunnudag 21 – 22 október.  Um það bil 20 manns tóku þátt í kórabúðunum.  Kórinn æfði sjálfur, hlustaði á upptökur frá tónleikum og naut leiðsagnar Åsa Johansson.  Var hin skemmtilegasta veisla um kvöldið með ýmsum uppákomum.  Þáttakendur voru ánægðir með staðsetningu, ekki of langt frá Gautaborg.

Kórnum var að venju boðið að syngja í Julsång i City og við sungum „Ave Maria“ eftir John Speight og „Englar hæstir“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson.

Mikil eftivænting ríkti kórnum fyrir sönginn, þar sem nokkrir erfiðið tónar höfðu verið að ruglast fyrir kórnum fram á síðustu stundu – mundi okkur takast að finna þá þegar mest á reyndi?  Allt gekk vel og fengu við góðar undirtektir frá áheyrendum.  Á eftir jólasönginn bauð Kristín Páls uppá glögg og piparkökur heima hjá sér.

Kórinn söng einnig við aðventustund kirkjunnar og einnig í jólamessunni á jóladag.

Samantekt úr skýrslu formanns 2006

2007

Aðalfundur var haldinn 25 mars 2007 í safnaðarheimilinu V Frölunda

Ný stjórn var kosin:

Ingibjörg Gísladóttir, formaður
Þórunn Guðmundsdóttir Benson, gjaldkeri
Guðni Guðnason,  ritari
Meðstjórnendur Helena Sandberg og Friðjón Axfjörð

Kórstjórar voru Kristinn og Tuula Jóhannesson.
Ingvar Gunnarsson sá um heimasíðu kórsins.
Ingibjörg Pálsdóttir sá um nótnavörlsu.
Kristín Pálsdóttir hafði umsjón með kaffi og klæðnaði.

Kóramót íslenskra kóra erlendis var haldið í Kaupmannahöfn í mars 2007.  Þar mætti Gautaborgarkórinn við gallvaskur að vanda.

Vortónleikar voru svo haldnir 26 maí.

 

Samvinnan við kirkjuna heldur áfram.  Í júni komu prestar ásamt fylgdarliði í heimsókn frá Íslandi.  Voru þeir á yfirreð um Norðurlönd að kynna sér starfssemi íslenskra safnaða erlendis.  Félagar úr kórnum sungu fyrir þá og kynntu kórinn og starfsemi hans.  Svo góða dóma fengum við að flestir föluðust eftir að fá okkur sem kirkjukór í þeirra kirkjur.

 

Deyr fé deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.

 

Kórinn tók einnig þátt í sumarsöng í kirkjunni í júlí med sænska Västra Frölunda söfnuðinum.

Eina kvöldstund í nóvember fengum við leikkonu til að kenna okkur tækni við að læra texta utanað.  Einnig var haldið Jónasarkvöld í nóvember.

 

Fyrsta æfing haustsins var þann 3. september

  1. desember sungum við svo fyrir íslenska hesta og eigendur þeirra í Romelanda. Það var hin skemmtilegasta stund. Enn og aftur fengum við fyrirspurn um að vera með í Julsång i City og þann 19. desember sungum við með í Dómkirkjunni í Gautaborg.

Á jóladag voru svo sungin jólalög fyrir messu og svo auðvitað með í messunni líka.

Að lokum má geta þess að nokkrir kórfélagar hafa elst meira en aðrir á árinu.  Þeim fannst það svo gaman að þau buðu til veislu.  Þá er náttúrulega hirðskáldið sett í vinnu og texti gerður við gamalkunnugt lag og svo er bara að mæta á staðinn og syngja.

Pétur og Þorgerður voru þau lukkulegu að njóta söngsins í ár.

Samantekt úr ársskýrlsu kórsins 2007

Scan-110122-0018 Scan-110122-0017 Scan-110122-0016 Scan-110122-0014 Scan-110122-0013 Scan-110122-0012 Scan-110122-0011 Scan-110122-0010 Scan-110122-0009 Scan-110122-0008 Scan-110122-0007 Scan-110122-0006 Scan-110122-0005 Scan-110122-0004 Scan-110122-0002 Scan-110122-0001

2008

Aðalfundur var haldinn 30 mars 2008 í safnaðarheimilinu V Frölunda

Stjórnin var endurkosin án breytinga:

Ingibjörg Gísladóttir, formaður
Þórunn Guðmundsdóttir Benson, gjaldkeri
Guðni Guðnason, ritari
Meðstjórnendur Helena Sandberg og Friðjón Axfjörð

Kórstjórar vorið 2008 Kristinn og Tuula Jóhannesson.
Kórstjóri haustið 2008 Seth-Reino Ekström.

Ingvar Gunnarsson sá um heimasíðu kórsins.
Ingibjörg Pálsdóttir sá um nótnavörlsu.
Kristín Pálsdóttir hafði umsjón með kaffi og klæðnaði.
Lagavalsnefnd: Guðný Ása, Helena og Þorsteinn.

Kristinn og Tuula Jóhannesson ákváðu að kveðja okkur eftir 19 ára starf. Þau voru kvödd eftir vortónleika okkar þann 24 maí með veglegri veislu og þeim þakkað með gjöfum og hlýlegum orðum bæði héðan og frá gömlum félögum á Íslandi.

Hafin var leit að nýjum kórstjóra og eftir nokkra leit og viðtöl var ákveðið að ráða Seth-Reino Ekström.

Í ágúst kom gospelkór Húsavíkur í heimsókn og söng konsert.

Fyrsta æfing haustsins var svo þann 1. september

24. september sungum við á bókmenntakvöldi í safnaðarheimilinu í Frölunda undir stjórn Kristins lög við texta eftir Laxness og Þórberg Þórðarson.

Í október sungu nokkrir félagar úr kórnum við jarðarför Ólafs Ingibergssonar í Norsku sjómannakirkjunni.

8. nóvember var haldinn skipulagsdagur á Karin Boyesgötu eftir „guidad stadsvandring“ um miðborgina.

 

28 nóvember sungu nokkrir félagar við jarðarför Þóru Ekstrand Gunnarsdóttur í Rödbo kyrka

11 des. Var kórnum boðið í leikhús og var það vel þegið. 13. Des sungum við aftur fyrir hesta og hestafólk í Romelanda og er þetta annað árið í röð sem við getum það.

Enn og aftur barst hin árlega fyrirspurn um að vera með í Julsång i City og þann 16. desember sungum við með í Dómkirkjunni í Gautaborg.

Á jóladag voru svo sungin jólalög fyrir messu og svo auðvitað með í messunni líka. Sönghópurinn BB söng með svunturnar sínar.

Að lokum má geta þess að kórfélagar halda áfram að eldast og í þetta sinn var komið að Þórunni sem bauð auðvitað til veislu. Hirðskáldið var sett í vinnu og texti gerður við gamalkunnugt lag og það sungið.

Samantekt úr ársskýrlsu kórsins 2008

Scan-110122-0025 Scan-110122-0024 Scan-110122-0023 Scan-110122-0022 Scan-110122-0021 Scan-110122-0020 Scan-110122-0019 Scan-110122-0015 Scan-110122-0003

2009

Aðalfundur var haldinn 22 mars 2009 í safnaðarheimilinu V Frölunda

Stjórnin var kosin:

Ingvar Gunnarsson, formaður
Þórunn Guðmundsdóttir Benson, gjaldkeri
Guðni Guðnason,  ritari
Meðstjórnendur Helena Sandberg og Friðjón Axfjörð

 

Kórstjóri vorið 2009 Seth-Reino Ekström
Kórstjórar haustið 2009 Kristinn og Tuula Jóhannesson
Ingvar Gunnarsson sá um heimasíðu kórsins
Ingibjörg Pálsdóttir sá um nótnavörlsu
Kristín Pálsdóttir hafði umsjón með kaffi og klæðnaði
Lagavalsnefnd: Þorsteinn Sigurðsson og Ingibjörg Gísladóttir
Formaður sögunefndar er Ellen Björnsdóttir

Hluti kórsins söng íslenska kvinta með meiru fyrir Litteratursällskapet i Gautaborg þann 13 maí og daginn eftir sömu dagsskrá fyrir lektora í norrænum málum sem þinguðu í Gautaborg.

Sunnudaginn 17. Maí var svo sunginn hluti af vorprógamminu í Sätila kyrka í heimabyggð Seth Reinos.  Nokkurs taugastrekkings gætti en allt gekk vel.

Vontónleikar voru svo haldnir þann 30. Maí og að þeim loknum var Seth-Reino þakkað samstarfið með blómavasa frá Helga Björgvinssyni (kórfélaga) og nælunni góðu sem hann hefði átt að fá á kóramótinu í Stokkhólmi.

Kórinn söng við allar messur í V-Frölunda kirkju að meðaltali einu sinn í mánuði (fyrir utan sumarmánuðina).  Mikið óvissuástand ríkti um framhald íslensks prests / safnaðar í Svíþjóð vegna ástands efnahagmála á Íslandi og í heiminum yfirleitt.

Kristinn og Tuula Jóhannesson tóku að sér kórstjórnina að nýju í lok ágúst 2009.

Kórinn hélt upp á 20 ára afmæli sitt í Vallersvik í Frillesås í dagana þrjá.  Hátíðin hófst með after-work á föstudagskvöldi 2. Október.  Á laugardeginum var unnið að undirbúningi veislunnar og þess á milli farið í ýmsar æfingr.  Veislustjórar voru Guðni Guðnason og Kristín Pálsdóttir sem fóru á kostum og Ingibjörg Gísla flutti hátíðarræðu sem verður lengi í minnum höfð.

Veg og vanda að þessum fagnaði hafði hin margrómaða sögunefnd og er ekki ofsagt að glæsilega hafi tekist til.

Kórnum barst hin árlega fyrirspurn um að vera með í Julsång i City og í desember sungum við „Með gleðiraust og helgum hljóm“ í Dómkirkjunni í Gautaborg.

Á jóladag voru svo sungin jólalög fyrir messu og svo auðvitað sungið í messunni líka.  Sönghópurinn BB sungu með gamalkunnu svunturnar sínar um hana ömmu og A-menn tróðu upp með miklum glæsibrag.

 

Að lokum má geta þess að kórfélagar halda áfram að eldast og í  þetta sinn var komið að Ingibjörgu Þorvarðar sem bauð til veislu.  Hirðskáldið var sett í vinnu og texti gerður við gamalkunnugt lag og það sungið.

 

Samantekt úr ársskýrlsu kórsins 2009

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *