Allar færslur eftir Halla

VOICELAND 2022- Kóramót íslenskra kóra í Árósum 22.-24. apríl 2022 – Yfir tíu kórar og rúmlega 200 manns

Sjá Fésbókarsíðu fyrir atburðinn: https://www.facebook.com/groups/1989659974685932

Annað hvert ár hafa íslenskir kórar á Norðurlöndunum, Englandi, Luxemburg og Þýskalandi hist og sungið saman. Síðasta kóramót var haldið í Gautaborg 2019 og mættu 12 kórar eða yfir 200 manns og sungu skemmtu sér saman. Í vor er stefnan tekin til Árósa.