1991
26. janúar var sungið í hátíðarsal Gautaborgarháskóla þegar Vigdís Finnbogadóttir fékk heiðursdoktorsnafnbót.
Kórinn söng á tveimur þorrablótum þetta ár.
Á aðalfundi var ákveðið að stofna reikning fyrir kórinn.
Æfingar voru haldnar í Odinslund fyrri part ársins en síðan voru þær færðar yfir í Íslendingahúsið í ágúst.
Kórinn hélt tónleika í Osló og svo var farið í skíðaferð til Norefjell.
Fyrstu vortónleikar kórsins voru haldnir í félagsheimilinu Odinslund í Gautaborg.
Kórinn söng einnig við eina jarðarför.
(Sögunefnd/Halldóra S tók saman 2004)
1992
Byrjað var með Félagsgjöld um haustið þetta ár.
Kórmeðlimir byrjuðu að skiptast á að koma með kaffi og sjá messukaffid
Kórinn var með tónleika í Kaupmannahöfn og ad sjalfsogdu var einnig slakad a
Haldin voru söngnámskeið og voru Sture Berg og Florence Berg ráðin til að halda þau.
Kóræfingar voru í Odinslund á mánudögum 19:30 – 22:00
Sungið var við þorrablót og messur.
(Sögunefnd/Halldóra S tók saman 2004)
1993
Æfingar haldnar í Villa Odinslund á mánudögum kl 19.30–22.00
Félagsmenn um 34 auk kórstjóranna Tuula og Kristinn Jóhannesson
Í stjórn kórsinsin voru
Ævar Aðalsteinsson formaður
Ingibjörg Pálsdóttir gjaldkeri
Halldóra Emilsdóttir ritari
Kostaði 40 kr/mánuð að vera með í kórnum
62 lög á lagalista + 12 jólalög
Sungið fyrir Brittu Gísladóttur sem varð gerð að heiðurfélaga kórsins
Vontónleikar í Odinslund 23/5 og sungid vid 17. juni hatidarhold.
Fyrsta sinn í “julsång i city” við sungum Nóttin var sú ágæt ein og aðfangadagskvöld jóla. Auk tess var sungid vid hatidargudtjonustu.
Námskeið hjá Florence och Sture Berg i Skårskyrka
Kóramót í Lundi i mars.
Grillveirsla i Härryda
Party hjá Halldóru og Bjarna
1994
Æfingar haldnar í Skårskyrka á mánudögum kl 19.00-21.30.
Félagsmenn um 39 auk kórstjóranna Tuula og Kristinn Jóhannesson
Stokkhólmur 1994
Í stjórn kórsins voru
Ævar Aðalsteinsson formaður
Ingibjörg Pálsdóttir gjaldkeri
Soffia Magnusdóttir ritari
Varamenn voru Ingvar Gunnarsson og Kristinn Pétursson
Reglur/lög kórsins samin
Kostaði 50 kr/mánuð að vera með í kórnum
Kórinn söng á 17 júni hátið á Liseberg
Vikingasöngur í Eriksbergshallen
Söngur í föreningen Norden
Vortónleikar 7 maj i Örgryte með Lundarkórnum
Tónleikaferð til Oslo og áfram í fjölskyldu skíðaferð til Norefjell
Söngferð til Stockhólms, boð hjá sendiherranum Sigríði Snævar
Humarparty i Bergum
Konuparty i Mölnlycke
5 ára afmæli kórsins, veisla í Islendingahúsinu á Postgötunni
Kórinn tók í annað sinn þátt í Julsang i City.
Jón Dalbú settur inn i preststarf og kórinn varð líka “kirkjukór”
Kórinn sá um jólaball þann 4/12 i Folkets hus i Mölndal